top of page

Kristín Einars Cavan

IMG_6469.jpg

Kristín Einarsdóttir Cavan (f.1992) lauk BA prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2021, og hefur starfað við myndlist síðan árið 2015. Verk Kristínar hafa verið sýnd á sýningum í söfnum og galleríum á Íslandi. 

​

Í verkum hennar skoðar hún hvernig form og litir vinna saman þar sem hið óræða er við stjórn. Meginviðfangsefni verka hennar eru mismunandi menningarheimar- og arfur, og eru þau oftar en ekki sett fram í myndlíkingu hafsins. Þannig tvinnar hún saman minningum og náttúru í myndmál eða hljóðmynd.

 

Kristín vinnur þvert á miðla þar sem málverkið er í aðalhlutverki. Þar endurskilgreinir hún málverkið í sinni víðustu merkingu með skynjun á hljóði yfir í mynd og öfugt.  â€‹

​

Fyrirspurnir um verk eða samstarf:

​

kristincavan@gmail.com​

Instagram: @kristineinarscavan

Í verkum mínum skoða ég mismunandi birtingarmyndir málverksins. Ég rýni í þá þætti sem skilgreina hvað málverk er í samanburði við eigin hugmyndir um það hvernig skilgreining þess getur teygst út fyrir hinn hefðbundna ramma. T.a.m. hvernig málverk samtímans hefur þá eiginleika að umbreytast í annað form, af blindrammanum yfir í hljóð eða vídeó miðil.

 

Ég hef lagt áherslu á hljóð í verkum mínum og túlkun hljóðs í myndrænt form. Hljóð getur orðið sjónrænt þegar við lokum augunum og leyfum því að framkalla myndir í huganum.  Í ferli mínu leik ég mér að þeirri íhugun um að hljóð hefur myndræna eiginleika og getur því talist vera málverk.

454219692_505264785420705_6737396292146128424_n.jpg
​​​Ferlið
​

Hið listræna ferli er mikilvægur þáttur í verkum mínum að því leyti að það er einmitt í ferlinu þar sem ég nálgast innblástur fyrir verkunum. Með handbragðinu og framkvæmdarorkunni vakna upp hugmyndir fyrir verkinu. Hið huglæga framkallast út frá því hlutlæga.

​

Ég vinn mikið með hefðbundin málverk samhliða því óhefðbundna. Ég leitast eftir því að sýna það sem ég sé: lifandi málverk sem á að skynja með skynfærum og jafnframt veita upplifun. Afrakstur þess eru yfirleitt innsetningar samantvinnaðar af óhefðbundnum málverkum, hljóðheimum (e.soundscape) og vídeóverkum.​​​​​​​​​

Ég legg áherslu á hvaða hlutverki efniviður gegnir í verkinu. Síðustu þrjú ár hef ég leitast mikið í notkun á plasti sem efnivið fyrir málverk. Þá hef ég málað á endurunnið byggingarplast og plexígler með akríl málningu (sem er í raun plast líka).

​

Hreyfingin sem fylgir málverki í vinnslu, áhættan á því að skemma það sem virðist vera fallegt og flæði hugmynda sem koma í gegn við gerð þeirra er í rauninni það sem ég er að skoða og fjalla um.

 

​

D5C5A1DC-8C1D-482D-A0FB-B195CF1DFC66.jpg

Want to work with me?

If you interested in my work and would like to set up an exhibition, gallery or just want to commission a painting. Don't hesitate to get in touch.

bottom of page