top of page

Skilmálar

Pantanir og sending

Þegar pöntun og greiðsla hefur átt sér stað er afhendingartíminn að jafnaði 1-4 virkir dagar. Ef einhverjar tafir verða á afgreiðslu vöru fær viðskiptavinur tilkynningu um það í tölvupósti eða með símtali. Sérpantanir og afhendingartími þeirra eru gerðar í samráði við kaupanda.

Listaverkin er send með Íslandspósti. Um afhendingu vörunnar gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts. Kristín Cavan Art ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Sendingarkostnaður bætist aukalega við pöntunina.

Afhendingarmáti stærri listaverka og frumverka eru gerð í samráði við kaupanda.

Kostnaður við hverja sendingu er 590 - 990 kr en ef það er verslað fyrir 15.000 kr eða meira er frí heimsending, en þetta gildir um eftirprent og textíl verk. Stærri verk eins og frumverk eru send með pósttryggingu.

Skilaréttur Viðskiptavins

Viðskiptavinur hefur rétt á því að hætta við kaupin og skila verkinu innan 14 daga. Að því tilskildu að verkið sé í upprunalegu ástandi án skemmda. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og skal viðskiptavinur tilkynna um ákvörðun sína innan 14 daga, en það er m.a. hægt að gera með því að hafa samband á netfanginu kristincavan@gmail.com  eða á vefsíðunni með því að hafa samband. Varan er þá endurgreidd að fullu undanskildu sendingarkostnaðar innan 28 daga eftir að verkinu hefur verið skilað og að ofangreind skilyrði eru uppfyllt.  

Greiðslumátar og verð

Kristín Cavan býður upp á greiðslur með Paypal eða millifærslu á reikning. 

 

Skattar og gjöld

Listamenn eru undanþegnir skattskyldu að því er varðar sölu á þeirra eigin listaverkum, enda falla listaverkin undir tollskrárnúmer 9701.1000 – 9703.0000. 

 

Trúnaður

Seljandinn heitir kaupanda trúnaði á persónuupplýsingum sem gefnar eru fram í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar til þriðja aðila.

Ábyrgð

Almennur ábyrgðartími er tvö ár og gildir ábygrð seljanda í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytandakaup. Framvísa þarf kvittun eða staðfesting á pöntun. Ábyrgð gildir einungis vegna galla í vöru.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Mál sem rísa kunna vegna samnings þessa skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Kristín Cavan áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum fyrirvaralaust.

Skilmálar hefa verið uppfærðir 2. September 2020.

Sé frekari upplýsinga óskað er hægt að hafa samband á netfangið kristincavan@gmail.com

 

Þegar þú leggur inn pöntun á www.KristinCavan.com samþykkir þú þessa skilmála.

bottom of page